MARENTZA POULSEN

Marentza Poulsen er fædd og uppalin í Færeyjum hjá matelskandi foreldrum og fluttist á unglingsaldri með fjölskyldu sinni til Íslands. Þar hóf Marentza sinn starfsferil innan veitingageirans, fyrst á Hótel Sögu og síðar á Hótel Loftleiðum. Þegar hún var 18 ára gömul fór hún til Kaupmannahafnar þar sem smurbrauðsjómfrúin varð til, Marentza hefur því sterkar taugar til danskrar matarhefðar auk áhrifa frá móður sem kunni að nýta og gera dýrindis máltíðir úr því sem til féll. 

Eftir að Marentza fluttist aftur heim til Íslands hefur hún meira og minna starfað við matargerð og veisluþjónustu auk námskeiðahalds því tengdu. Þar má nefna stöðu veitingastjóra til margra ára í Oddfellowhúsinu og á Hótel Borg, rekstur kaffihúss í Hlaðvarpanum og sumarhótels í Skálholti.

 
 

VEISLUÞJÓNUSTAN 

Marentza hefur haldið fjöldann allan af námskeiðum þar sem hún fór stórum í tilraunum sínum til að beina Íslendingum inn á rétta braut hvað varðar jólaundirbúning, veisluhöld af öllum stærðum og gerðum og borðskreytingum að ógleymdu litla hnetuborðinu sem prýddi mörg heimili landans í aðventunni á 10. áratugnum.

Marentza hóf rekstur Flórunnar í garðskála Grasagarðsins árið 1997 og hefur Flóran vaxið og þroskast ár frá ári allar götur síðan.

Veisluþjónustan býður upp á allar gerðir af veislum, stórar sem smáar, hvort sem þær eru haldnar í garðskála Flórunnar eða annars staðar, í veislu- eða ráðstefnusölum, á vinnustöðum eða í heimahúsum.  

Starfsfólk veisluþjónustunnar leggur mikið uppúr því að veita persónulega og góða þjónustu og vinnur verkin af nákvæmni og alúð.

 

 
_T8A2484.jpg

MATSEÐLAR

 

Veisluþjónusta Marentzu býður upp á gott úrval matseðla fyrir mismunandi tækifæri. Við leggjum metnað í að bjóða upp á góða samsetningu rétta úr fyrsta flokks hráefni auk þess sem falleg framsetning er ávallt í fyrirrúmi.

 

 

Hafðu samband

 

Sendu okkur fyrirspurn og við munum svara þér við fyrsta tækifæri.

Info@marentza.is // Sími 553-8872

 

 
Stockholm02.jpg