MARENTZA POULSEN

Marentza Poulsen er fædd og uppalin í Færeyjum hjá matelskandi foreldrum og fluttist á unglingsaldri með fjölskyldu sinni til Íslands. Þar hóf Marentza sinn starfsferil innan veitingageirans, fyrst á Hótel Sögu og síðar á Hótel Loftleiðum. Þegar hún var 18 ára gömul fór hún til Kaupmannahafnar þar sem smurbrauðsjómfrúin varð til, Marentza hefur því sterkar taugar til danskrar matarhefðar auk áhrifa frá móður sem kunni að nýta og gera dýrindis máltíðir úr því sem til féll. 

Eftir að Marentza fluttist aftur heim til Íslands hefur hún meira og minna starfað við matargerð og veisluþjónustu auk námskeiðahalds því tengdu. Þar má nefna stöðu veitingastjóra til margra ára í Oddfellowhúsinu og á Hótel Borg, rekstur kaffihúss í Hlaðvarpanum og sumarhótels í Skálholti.