VEISLUÞJÓNUSTAN 

Marentza hefur haldið fjöldann allan af námskeiðum þar sem hún fór stórum í tilraunum sínum til að beina Íslendingum inn á rétta braut hvað varðar jólaundirbúning, veisluhöld af öllum stærðum og gerðum og borðskreytingum að ógleymdu litla hnetuborðinu sem prýddi mörg heimili landans í aðventunni á 10. áratugnum.

Marentza hóf rekstur Flórunnar í garðskála Grasagarðsins árið 1997 og hefur Flóran vaxið og þroskast ár frá ári allar götur síðan.

Veisluþjónustan býður upp á allar gerðir af veislum, stórar sem smáar, hvort sem þær eru haldnar í garðskála Flórunnar eða annars staðar, í veislu- eða ráðstefnusölum, á vinnustöðum eða í heimahúsum.  

Starfsfólk veisluþjónustunnar leggur mikið uppúr því að veita persónulega og góða þjónustu og vinnur verkin af nákvæmni og alúð.

 

 
_T8A2484.jpg